Velkomin á heimasíðuna stridsminjar.is
Frá 2002 höfum við leitað uppi og skráð flest alla staði á Íslandi þar sem flugatvik í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Hugmynd okkar er að skrá hvert atvik eins nákvæmlega og hægt er og varðveita þar með sögu þessara atburða.
Sögusviðið er Ísland og hafið umhverfis landið. Tímabilið er 1939 til 1945. Þetta er allt gert í sjálboðavinnu með aðstoð heimamanna og kunnugra. Von okkar er að slysstaðirnir verði varðveittir á einhvern hátt. Með minnisvarða eða upplýsingaskiltum.
Þetta er hluti af sögu okkar sem þarf að vernda.
Ef þú býrð yfir upplýsingum varðandi þessa atburði eða hluti úr flugvélunum væri gaman að heyra frá ykkur. Markmið okkar er ekki að safna hlutum úr vélunum, heldur vitneskju um að þeir séu til og hvar þeir eru niður komnir. Þessi síða verður uppfærð reglulega. Fyrrihluta árs 2019 hófum við að skrá herflugatvik eftirstríðsáranna og í byrjun árs 2020 hófst þýðing á síðunni yfir á íslensku.
Ólafur og Þorsteinn.