P2V-5 Neptune S/N (BUN 12388)P2V 5 Neptune 300dpi

Atvikið:

Tveggja hreyfla Lockheed Neptune með 9 manna áhöfn hvarf á eftirlitsflugi frá NAS Keflavík. Leitarvél komu auga á flak af USN Neptune á Mýrdalsjökli 24 tímum eftir slysið og í fyrstu var talið að þrír flugliðar hefðu lifað slysið af. Reyndist svo ekki vera. 10 flugvélar og tvö skip tóku þátt í leitinni. Umfangsmikil leit var reynd á landi að flakinu, bæði leitarflokkar á skíðum og snjóbílum en reyndist ómöguleg vegna færðar og illviðris1. Þyrla björgunarsveitar varnarliðsins komst á slysstaðinn og tókst að koma einum af hinum látnu um borð í þyrluna áður en hún þurfti frá að hvera vegna veðurs. 8 lík voru enn í flakinu, var ákveðið að fresta frekari aðgerðum til vors.
14. október 1982 fundu bændur við smala mennsku leifar bandarísku flugliðanna, 28 árum eftir slysið.

1Frétt í Vísi 22. desember 1953

Áhöfnin:

LT Henry Cason
LT Ishmuel M. Blum
ENS Sven Shieff
AD2 Eddie L. Cater
AN Everett Humbert
AT3 Amos W: Jones
AL2 Robert B. Whale
AO3 Marvin L Baker
ATAN William A. Ward

Flugvélin:

Lockheed Corporation
Type: P2V-5 Neptune
S/N: 12388
Notandi: US Navy

Nánar um flugvélina: WikipediaYouTube

Heimild:
VP-3 Memorial Page
Vísir
Alþýðublaðið