C-47D Skytrain s/n 45-879
Atvikið:
Námskeið í notkun siglingatækja var á dagskrá og var hluti námskeiðsins tvær flugferðir til æfinga.
Klukkan 11:45 21. nóvember fer 45-879 í loftið með 4 menn um borð.
Klukkan 15:25 22. nóvember finnst flak vélarinnar í norðurhlíðum Akrafjalls.
15 flugvélar bæði íslenskar og bandarískar tóku þátt í leitinni auk leitarflokka á landi.
Auk fluttningsstarfa frá Keflavík voru Skytrain (Dakota) vélar notaðar til æfinga. Flugvél 45-879 hafði verið á stæði í Keflavík frá 25. október 1955 eftir viðgerð. M.a. hafði verið skipt um hægri hreyfil vélarinnar og beið úttektar og reynsluflugs. Frank L. Clark var reynsluflugmaður viðhaldsdeildarinnar, hafði hann gert tvær tilraunir til að fljúga 45-879 til reynslu en ekki tekist vegna annarar bilunnar og svo var aðstoðarflugmaður ekki tiltækur.
Ítarleg frásögn af þessum atburði er að finna í Skessuhorni frá 22. maí 2013.
Áhöfnin:
Þeir sem fórust
Capt. Frank Leroy Clark. 23. maí 1923, 32 ára
Major William H. Baldridge 15. janúar 1914, 41 árs
Herbert M. Belcher, flugvirki 17. júní 1929, 26 ára
James M. Stopp, flugvirki 25. maí 1934, 21 árs
Flugvélin:
Teg.: C-47D Skytrain (D = High blower removed)
Framl.: Douglas Aircraft
S/N: 45-879 C/N. 16882 MS/N. 34138
Notandi: 1400FMSq. / MATS
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube.
Heimild:
J F Baugher, home page
Morgunblaðið, 23. nóvember 1955
Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 2. júní 2012, 16. ágúst 2019