Lockheed Hudson Mk. III, FK739
Atvikið:
Hudson FK752 var í veðurathugunarflugi á norður Atlantshafi, á svæði milli 61.40N og 63.30N 24V og 26V. Vélin fór í loftið skömmu eftir miðnætti og var í reglulegu sambandi við stjórnstöð í Reykjavík. Á heimleið undir morgun þegar um einnar klukkustundarflug var eftir til Reykavíkur slitnaði samband við vélina. Leitað var að vélinni í nokkra daga án árangurs.
Áhöfnin:
F/O Hughes, W A. RAF Pilot †
F/O Evans, W T. RAF Navigator Bombardier †
F/O Mc Donald EH, RAAF Wireless Operator /Air †
F/O Yorkston, G C. RAAF Wireless Operator / Air †
Sgt. Fielding, RA. RAF Meteorologist. Air Gunner†
Flugvélin:
Lockheed Hudson Mk. III
S/N FK739
Squadron Code: AD
Flugsveit: RAF No. 251.
1. ágúst 1944 var Björgunar og veðurathugnarsveit nr. 251 sett saman úr No. 279 Squadron og No. 1407 Flight. Flugsveitin starfaði í Reykjavík frá 1. ágúst til 30. október 1945.
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube