Curtiss P-40N Warhawk, s/n 42-105469P 40 Curtiss Warhawk in flight

Atvikið: 

Sagan af björgun á Major Marshal Camp  er átakanleg og sorgleg.
Marshal Camp var á eftirlitsflugi norður af Snæfellsnesi í sérstaklega vondu veðri, lágskýjað, skafrenningur og mikið rok.  Hreyfill vélarinnar bilaði og hann stökk út í fallhlíf og kom niður á opnu svæði. Flugvélin kom niður við rætur fjallsins Vallnahnjúks. Nokkrir heimamenn fóru út í vetrarveðrið til bjargar flugmanninum. Þeir fundu flugmanninn en hann lést úr kulda og alvarlegum sárum skömmu eftir að þeir náðu til hans. Ólafur Bjarnason bóndi á Brimilsvöllum heyrði í flugvélinni en sá ekki til hennar. Nokkrum mínútum seinna sá hann flugmanninn í fallhlífinni. Eftir að hann kom niður dró fallhlífin hann í rokinu nokkur hundruð metra á grýttri og frosinni jörðinni. Við þetta slasaðist flugmaðurinn alvarlega. Ólafur bóndi leitaði að Marchal og sá til hans neðan við 15 metra hátt bjarg. (Vallnabjarg)  Vindurinn hafði dregið  flugmanninn í fallhlífinni fram af bjargbrúninni.Ólafur bóndi heyrði Marshal hrópa á hjálp og það var það síðasta sem hann heyrði til hans. Eini möguleikinn til að komast að fjörunni neðan við bjargið var að fara á báti. Hann safnaði saman nágrönnum sínum og fóru þeir á báti til að sækja flugmanninn.Marshal var meðvitundarlaus þegar þeir náðu til hans. Hann kom til meðvitundar í stuttan tíma í bátnum enn dó áður en hann komst á sjúkrahús.

Áhöfnin: 

Major Marshal Camp, fórst

Flugvélin: 

Curtiss P-40N Warhawk, S/N 42-105469
Curtiss-Wright Corporation
S/N 42-105469
Notandi: USAAF 33 Fighter Squadron.
Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 3. júlí 2011, 26. ágúst 2011 og 5. júlí 2015.

Heimild:
Flight Commander Major George P. Tourtellot, frétt 16. mars 1944.
contentmap_plugin