Curtiss Wright P-40C, S/N 42-46014 flugm.: Stam, Nocholas
Curtiss Wright P-40K, S/N 41-13341 flugm.: Heidenreich, William L
P 40 Curtiss Warhawk in flight side

Atvikið: 

Tvær P-40C flugvélar voru í æfingaflugi yfir Mosfellsdal og Reykjafell NE frá Reykjavík.
Í æfingarflugnu rákust fugvélarnar saman. Önnur flugvélanna S/N 41-13341
flugmaður William L. Heidenreich varð fyrir minniháttar skemmdum og flaug til Reykjavíkur.
Hin flugvélin S/N 42-46014 varð fyrir alvarlegum skemmdum og flugmaðurinn Nicholas
Stam stökk út í fallhlíf.
Flugvélin kom niður í suður hlíð Reykjafells í grend við bæinn Helgadal.
Stuttu eftir lendinguna komu tveir bændur Hans Jónsson og Óafur Þórðarson á staðinn þeir björguðu Lt. Stam sem var mikið slasaður og gat ekki gengið. Bændurnir báru hann heim í bæ til Hans Jónssonar. Kona Hans Jónssonar hjúkraði og hlúði að Lt. Stam á meðam beðið var eftir sjúkrabíl. Þessi hröðu viðbrögð björguðu  Lt. Stam frá frekari afleiðingum kulda og taugaáfalls.

Áhöfnin: 

Lt. Nicolas Stam.
Heidenreich, William L

Flugvélin: 

Curtiss-Wright Corporation P-40 Warhawk
Notandi USAAF 33 Fighter Squadron
Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 30. október 2010 og 24. apríl 2016.

Heimild:
Flight Commander Major George P. Tourtellot, frétt.
Þjóðviljinn. i mars 1944.
USSAF Accident Record Sheet.
contentmap_plugin