De Havilland, Mosquito BF Mk XX
Atvikið:
Mosquito KB 220 frá Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group), lagði upp kl. 13:13 frá Blue West One (Narsarsuaq) á Grænlandi í ferjuflug til Englands með millilendingu á Íslandi. Vélin skilaði sér ekki, en síðast heyrðist til hennar kl. 15:55. Talsverð leit var gerða að vélinni án árangurs. Síðar ráku á land munir úr KB220 ss. dagbók, björgunarvesti, vasaljós og nokkrir munir frá áhöfninni. Allir munirnir voru gegnsósa af sjó.
Fjórar Mosquito vélar og sjö aðrar flugvélar voru á sömu leið og skiluðu sér. Flugstjórar þeirra véla sögðu frá mikilli ísingu og þurftu að breyta um flugleið til að forðast óhagstæð veðurskilyrði.
Áhöfnin:
F/Lt (47630) George Henry WOOD (pilot) RAF - saknað
F/O (Aus412149) John Owen KLIPPEL (nav.) RAAF – saknað
Flugvélin

Framleiðandi: de Havilland
Tegund: Mosquito BF Mk XX
S/N: KB220
Notandi: Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group)
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube