Lockheed Hudson Mk. III, FK752Hudson USAF

Atvikið:

Hudson FK752 fór í loftið frá Reykjavík í venjulegt veðurathugunarflug. Á útleið varð áhöfnin vör við ísingu. Á heimleið voru versnandi skilyrði þar til að SOS (neyðarkall) barst frá vélinni kl.: 20:57 Þá var vélin stödd um 75 mílur suðvestur frá Reykjavík. Í skeytinu frá vélinni var ekki tekið fram hverskonar neyð var uppi. Kl.: 21:05 var senditakka senditækja vélarinnar haldið niðri í von um stefnu og staðsetningu.
Eftir það heyrðist ekkert frá vélinni og hún skilaði sér ekki til baka. Talsverð leit var gerð að vélinni á árangurs. Var talið að ísing hafi grandað vélinni.

Áhöfnin: 

Flight Officer Lambert BF. RAF Captain Pilot †
Flt Sgt Smith RA, RAAF Wireless Operator /Air †
Flt SGT Jenner JD, RAAF Wireless Operator Air †
Flt SGT Syms HJE, RAF †
LAC Martin IB, RAF †

Flugvélin: 

Lockheed Hudson Mk. III
S/N FK752
Squadron Code: AD
Squadron: RAF No. 251 var sett saman úr 279 Squadron og 1407 Flight til björgunar og veðurathuganna 1. ágúst 1944.

RAF No. 251 Squadron starfaði í Reykavík frá 1. ágúst 1944 til 30. október 1945.

Nánar um vélina: WikipediaYoutube

Heimild: 
NAA. A9301, Barcode 5530205 A705, 166/20/194