Douglas Boston (Havoc) Mk. III, S/N BZ549
Atvikið:
Í ferjuflugi frá Canada til Englands hlektist BZ549 á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom of hratt inn í aðflugi að flugvellinum og var komin vel inn á brautina þegar hún brotlenti.
Flugmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að nýta brautina sem best en fór ekki eftir þeim.
Áhöfnin:
Flight Lieutenant (F/L) Kenneth David Clarson RAAF, Navigator lést.
Flying Officer (F/O) Peter Ronald Maitland RCAF, Pilot slasaðist.
F/L Clarson er jarðaður í Fossvogskirkjugarði.
Flugvélin:
Mfg. Douglas (A20 Havoc)
S/N: BZ549
Notandi: 45 Group (Canada) RAF
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube