Catalina Canso A, s/n 9809
Atvikið:
Catalina flugbátur 9809 var á heimleið eftir kafbátaleitarflug suður af Íslandi þegar kviknaði í vélinni og hún hrapaði í sjóinn út af Vatnleysuströnd um 5 mílur norður af Keflavíkurflugvelli.
Áhöfnin:
Um borð voru 8 áhafnar meðlimir og 2 farþegar.
2 áhafnar meðlimir létust.
J.R.M. Rankine, Flying Officer †
J.E.V. Banning, Flying Officer †
Tveimur var bjargað um borð í togara, og sex umborð í fiskibát.
Flugvélin:
Mfg.: Canadian Vickers, Montreal
Type: Canso A
S/N: 9809 ID letter:? CN: CV243
Notandi: RCAF 162 Squadron
Nánar um flugvélina: Youtube, Wikipedia
Heimild:
RCAF 162 Squad, history
Frá heimsstyrjöld til herverndar e. Friðþór Eydal.
„Mark Gratton frá Canada, hefur ákveðið að segja okkur sögu föður síns Sgt Guy Gratton 162 Squadron Royale Canadian Airforce (RCAF). 162 Squadron var stofnuð í Yarmouth, Nova Scotcia í maí 1942. Flugsveitin var staðsett á Íslandi frá janúar til maí 1944. Sveitin notaði Consolidated PBY Catalina, sem þeir kölluðu Canso A aircraft í varnarstarfi gegn kafbátum. Á skírdag 6. apríl 1944, var Guy Gratton um borð á Canso 9809 og var að koma úr flugi til stillingar á kompás og æfa blindflug suður af Íslandi. Það kviknaði í flugvélinni og hún hrapaði í sjóinn á Faxaflóa ekki langt frá Keflavík. Um borð voru tíu menn. Tveir fórust í hrapinu, J.R.M. Rankine og J.E.V. Banning. Fimm íslendingar urðu vitni að hrapinu, Hannes Kristjánsson, Símon Kristjánsson, Rafn Símonarson, Guðbergur Sigursteinsson og Jóhann Jóhannsson. Þeir gripu lítinn fiskibát Sæbjörgu GK221 og það tók þá hálfa klukkustund að komast á slysstaðinn. Þegar þeir komu var Canso vélin sokkin. Íslendingarnir fundu sex menn hangandi á mikið skemmdum björgunarbát. Flugliðarnir voru allir í sjónum og sjávarhitinn var 5°C (41°F) íslendinagarnir sáu sprengingar í sjónum og sáu einnig mikið af dauðum fiski. Allir 6 flugliðarnir voru orðnir þreklausir og íslendingarnir hjálpuðu þeim um borð í Sæbjörgu. Breskur Togari Avant Garde kom á svæðið og fann tvo flugliða til viðbótar á lífi. Áhöfn Avant Garde bauðst til að taka menn frá Sæbjörgu þar sem togarinn væri stærri og betur búinn. Flugliðarnir voru færðir í káetur og fært RUM. Einn flugliði í viðbót , Richard Bamford, dó vegna sára sinna þrem dögum síðar. Einn í viðbót Leonard C. Dumbell var sendur á sjúkrahús og dvaldi þar til 17. maí 1944.
Á meðan Guy Gratton var staðsettur á Íslandi dvaldi hann í Camp Maple Leaf við Nauthólsvík.
Áhöfnin: 8 + 2 farþegar. Tveir úr áhöfn fórust.
Tveim var bjargað af Togara
Sex var bjargað af fiskibát.“