Douglas Skymaster C-54A-5 (DC-4) S/N 41-107470 C/n 7489
Atvikið:
Douglas 41-107470 var í fluttningum á bandrískum hermönnum heim til USA. Flugáætlun gerði ráð fyrir millilendingu í Keflavík og Stephenville í Canada. Síðast var haft samband við vélina 3 klukkustundum eftir flugtak í Keflavík og var hún þá stödd suðaustur af Grænlandi. Douglas 41-107470 skilaði sér ekki til Stephenville og skilgreind sem týnd. Ekkert fannst af flugvélinni.
Áhöfnin og farþegar:
Capt. Funhouse, R W og 5 manna áhöfn ásamt 20 farþegum voru talin af.
Meðal farþeganna var Lt. Col. Leon Robert Vance, Jr. Þann 5. júní 1944 stjórnaði hann „Bombardment Group“ sprengjuflugvélasveit í árás á varnir óvinanna á ströndinni nálægt Wimereux, France. Þegar hann nálgaðist skotmarkið buldi skothríðin á flugvél hans og var hún orðin verulega löskuð. Aðstoðarflugmaðurinn var látinn og nokkrir úr áhöfninni voru særðir, þar á meðal hann sjálfur. Hægri fótur hans var nærri í sundur. Þrír hreyflar vélarinnar óvirkir, hann komst yfir skotmarkið og sprengjufarmur vélarinnar var látinn falla þar sem til var ætlast. Tveim mánuðum seinna eftir læknismeðferð í UK, var Vance sendur til USA á Douglas C-54 Skymaster 41-107470 flutningavél til frekari aðgerða á fætinum. Vélin með alla um borð hvarf 26. júlí 1944 og var talið að hú hefði hrapað í sjóinn á milli Íslands og Nýfundnalands.
Tilmæli um veitingu Vance „Medal of Honor“ var staðfest 4. janúar 1945. Ekkja hans óskaði eftir því að afhendingunni yrði seinkað þannig að dóttir þeirra gæti tekið við „Medal of Honor“
Þann 11. október 1946, afhenti Major General James P. Hodges, yfirmaður 2nd Bomb Division þegar Vance var í flugsveitinni, Sharon Vance viðurkenninguna.
Flugvélin:
MFG.: Douglas Aircraft Company
Type: C-54A Military Transport Aircraft
S/N: 41-107470 C/n: 7489
Notandi: USAAF Air Transport Command.
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube.