Focke-Wulf Fw 200 C-4Bundesarchiv Bild 101I 432 0796 07 Flugzeug Focke Wulf Fw 200 Condor

Atvikið:

Síðdegis 5. ágúst 1943 eru nokkrar trillur á sjó frá Grímsey. Skyndilega heyra trillukarlarnir mikinn flugvélagný og sjá stóra flugvéla fljúga lágt yfir og stefna á eyjuna. Þeir þekkja flugvélina, þetta reynist vera þýsk Condorvél. Í sömu andrá birtast tvær bandarískar P-38 vélar sem sækja að þýsku vélinni yfir Grímsey og hefja skotárás. Þær skiptast á skotum við Condorinn og önnur P-38 vélin verður fyrir skoti og snýr tilbaka á Kassosflugvöll (Melgerðismelar í Eyjafirði). Stuttu seinna sést dökkur reykur frá Condor vélinni og flugmennirnir neyðast til að nauðlenda vélinni á sjónum um 10 mílur norður af Grímsey.
Önnur P-38 vélin er enn á svæðinu og hringsólar yfir. Ein trillan siglir í áttina að Condor vélinni til að aðstoða flugliðana. Áhöfn Condorsins var komin í gúmbjörgunarbát og ætlaði fiskibáturinn að fara taka þá um borð þegar P-38 vélin steypir sér niður og hleypir af vélbyssunum fyrir framan fiskibátinn.
Síðar eru þýsku flugliðarnir sóttir á á hraðbáti og ferjaðir um borð í enska skipið Great Admirlal sem setti þá í land á Siglunesi.
 Bæði flugmenn P-38 vélanna þeir 1st Lt. W.E. Bethea og 1st Lt. R.M. Holly og svo áhöfn hraðbátsins sem sótti þýsku flugliðana voru síðar heiðraðir. 
(Nákvæmari lýsing á atvikinu í ensku útgáfunni af þessari grein)

Holly photo minni

Áhöfnin:

Ofw. Karl Holtrup (F), Pilot
Uffz Gunter Karte (F), Pilot
Uffz, Herbert Richter (Bf), Radio Operator
Gfr, Wilhelm Lehn (Bs), Gunner
Fw. Josef Teufel (Bf), Radio Operator
Obgfr. Siegfried Klinkman (Bs), Gunner
Ofw. Emil Brand (Bm), Flight Mechanic
Sluppu allir, Uffz Herbert Richter (Bf) hlaut minniháttar áverka.
Allir stríðsfangar í Englandi til stríðsloka.

Flugvélin:

Fock-Wulf Fw 200 C-4
Wrk no. 0200
Aircraft reg.: F8+FL
Luftwaffe
Squadron/Unit: I./KG 40.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Inge Holtrup og Bernd Siebert sendu okkur þessi bréf. Þar er R.M. Holly að reyna að hafa uppá þýsku flugliðunum 1992.

contentmap_plugin