Junkers Ju 88 D-5Junkers JU 88 in flight

Atvikið:

Laugardagsmorgun 24. apríl 1943 kl.: 9:30 kom óþekkt flugvél fram á RAF Vík Fraser CHL radar1. Kl. 13:00 er tilkynnt um flugvél yfir Reykjavík sem stefnir á Keflavík. Nokkrum mínútum seinna staðfestir AAAIS (Anti-Aircraft Artillery Intelligence Service)  að flugvélin sé þýsk Luftwaffe Ju88.
Loftvarnabyssur eru settar í viðbragsstöðu og tvær orustuflugvélar frá Reykjavík eru komnar á loft og stefna á Keflavíkursvæðið.
Skyggnið er ekki gott, lágskýjað og regnskúrir, en fer batnandi. Tvær P-38 orrustuvélar frá USAAF 50th FS2, flugmenn eru Harry R.Stengle og James McNulty3 fara í loftið frá Keflavík. Radar stöðin leiðbeinir P-38 flugmönnunum að óvinavélinni. Flogið var í veg fyrir Ju88 vélina og ráðist á hana nokkrar mílur austur af Garðskaga. Ju88 flugvélin reynir að flýja og orrustan færist í suðaustur átt yfir Vatnsleysuströnd. Með skutskyttuna og vinstri hreyfilinn óvirkann eru örlög óvinaflugvélarinnar ráðin og nálæg varðstöð tilkynnir hrap vélarinnar á Strandarheiði vestur af fjallinu Keili. Junkers Ju 88 vélin var í könnunarflugi frá Sola í Noregi og var að skoða Hvalfjörð, Reykjavík og Kefllavík þegar hún var skotin niður.
Anton

________________
Chain Home Low (CHL) var nafn á UK radar sem var nokkuð hraðvirkur og skynjaði flugvélar í lágflugi. Chain Home (CH) system var notað af RAF í Seinni-heimsstyrjöldinni. Tvær Radarstöðvar á Íslandi höfðu CHL búnað. RAF Vík Fraser CHL (í notkun frá október 1941) Önnur var RAF Grótta Adams CHL (í notkun á sama tíma). 
The 50th FS var staðsett í Reykjavík frá 18. ágúst 1942 til 4. febrúar 1945.
2nd Lt. Harry R. Stangle, og 1st Lt James M. McNulty flugu P-38 orustuvélunum og voru heiðraðir með „Silver Stars“ fyrir afrekið.

Áhöfnin:

Lt. Karl Bruck (F) flugmaður †
Fw. Werner Bullerjain (B) Observer †
Fw. Theodor Scoltyssek (Bs) Gunner †
Uffz. Anton Mynarek (Bf) Radio Operator, bjargaðist (stríðsfangi)

Uffz. Anton Mynarek (Bf) var fyrsti þýski flugliðinn sem tekin var til fanga af Bandaríkjaher á Íslandi.

Flugvélin:

Junkers Ju 88 D-5,
S/N: 430087
Aircraft reg.:
Luftwaffe
Squadron/Unit: 1.(F) AGr. 120.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Slysstaðurinn var skoðaður af striðsminjar.is 1. júní 2002

contentmap_plugin