P-38F-5-LO, Lightning, s/n 42-12575Lockheed P 38 Lightning USAF

Atvikið:

Tilgangur flugsins er ekki kunnur. Eldur varð laus í flugvélinni og hrapaði hún í norður hlíð á litlum hól ca. 1,5 km suðvestur af svifflugvellinum á Sandskeiði.

Áhöfnin:

2Lt Fredrick E. Eickman fórst í slysinu.
f. 23. október 1916, Colorado Springs, El Paso County, USA
Útförin: 28. apríl 1943 Dómkirkjunni í Reykjavík.
Jarðaður í Evergreen Cemetery, Colorado, USA
7. desember1942 bjargaðist Frederick E. Eickman úr slysi í flugtaki á P-38F S/N 41-7506 á Metro Airport Van Nuys CA. Flugvélin 41-7506 var dæmd ónýt.

Flugvélin:

Lockheed Corporation
Lockheed Lightning P-38-5-LO
S/N: 42-12575
Notandi: USAAF, 50th Fighter Squadron of the 342 Composite Group.
Flugsveitin notaði P-38 flugvélar á Íslandi frá 18. ágúst til 4. febrúar 1944.

Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 23. október 2010, 30. maí 2012 og 25. júlí 2012.

Heimild:
Colorado Freedom Memorial Foundation, 
Fold3,
Hinrik Steinsson,
Joe Baugher
contentmap_plugin