Lockheed Hudson Mk. I, s/n T9464Hudson RAF

Atvikið:

Pilot D. Mallett fór í eftirltsflug frá Kaldaðarnesi Kl. 6:30 að morgni. Hann flaug í Norður yfir ísilagða Hvítána . Eftir 3 mínútna flug stöðvuðust báðir hreyflarnir, flugvélin lenti harkalega á ísnum og rann stjórnlaus að árbakkanum austan við bæinn Stapholt þar kviknaði í flugvélinni. Varðmenn frá Auðsholt stöðinni hröðuðu sér á vettvang og Sergeant Henry Zokowsky úr „US Army 495 Anti Aircraft Artillery“ tókst að bjarga Sergeant Hunter úr flakinu áður en djúpsprengjurnar sprungu.
31. Mars 1943 var Sergeant Henry Zakowsky heiðraður með „Soldier´s Medal“ af US General Bonesteel.

Áhöfnin:

Flight Sergeant D. Mallett †
Flight Sergeant E P Dubois †
Pilot Officer G W H Ebert †
Sergeant Hunter, slapp með minniháttar sár og fótbrot.

Flugvélin:

Lockheed Hudson Mk I
s/n: T9464
Squadron Code: UA- ?
Notandi: RAF 269 Squadron.
Flugsveitin starfaði í Kaldaðarnesi og Reykjavík frá maí 1941 fram í janúar 1944.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Heimild:
Styrjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmundur Kristinsson,
Fossvogskirkjugarður,
RAF 269 History
contentmap_plugin