PBY-5A Catalina, c/n 7273
Atvikiði:
Catalina flugbátnum hlekktist á í lendingu á sjó 200 km suðaustur af Íslandi. Tilgangurinn var að bjarga áhöfn RAF B-17 fljúgandi virki sem lennt hafði í sjónum, staðsetning 63.40N:11.00W. Í lendingunni gaf kjölur flugbátsins sig og flugvélin sökk á 15 mínutum. Áhöfnin komst í 2 gúmmibjörgunarbáta. Gúmmibátar Catalinu flugbátsins og B-17 vélarinnar urðu viðskilja daginn eftir vegna vonskuveðurs. Áhöfn B-17 vélarinnar var bjargað af Catalinu flugbát PBY-5 13. júní. Allir áhafnarmeðlimir Catalinu flugbátsins fórust úr kulda og vosbúð nema Lionel Pelletier RM1c en hann fannst 17. júní af USS Symbol.
Lionel F. Pellitier var heiðraður af Forseta Bandaríkjanna fyrir framgöngu sína við að reyna að bjarga áhöfn RAF B-17 vélarinnar og þrautseigju við aðhlynningu félag sinna við þessar erfiðu aðstæður.
Navy and Marine Corps Medal.
“The President of the United States of America takes the pleasure in presenting The Navy and Marine Corps Medal to Aviation Radioman First Class Lionel F. Pelletier, United States Navy, heroic conduct serving aboard a Patrol Bomber which crashed in the North Atlantic on 11 June 1943, while trying to rescue the crew of RAF Fortress. First Class Pelletier assisted the members the crew in launching two small rubber boats. Drifting for six days without water, flares or provisions, he ministered tirelessly to his comrades as they died one by one from exposure, sickness, and immersion in salt water until he was rescued.”
Áhöfnin:
Pilot. Lt(jg). Douglas S. Viera †
ENS. Phillip A. Bodinet †
Lt(jg). Frank Kleinbrink †
ACMM. Fred A. Cernek †
AMM1c. Luther W. Provow †
ARM2c. James E. Peoples †
ARM3c. Charles H. Baker †
AOM3c. Oscar A. Chaney †
ARM1c. Lionel F. Pellitier, Jr/mjög illa haldinn af vosbúð og kulda.
Flugvélin:
Consolidated PBY-5A, Catalina
S/N: 7273
Notandi: USN VP84 Patrol Bomber Squadron.
Flugsveitin notaði Catalina flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943.
Flugsveitin sökkti 6 þýskum káfbátum.
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube