Catalina PBY-5A, BUNO 7302PBY Catalina landing

Atvikið:

Flugbáturinn hrapaði á flugbrautina stuttu eftir flugtak. Miklar skemmdir urðu á skrokk og vinstri væng vélarinnar. Ekki var hægt að framkvæma varanlegar viðgerðir í Reykjavík né viðgerðir til flugs til USA til meiriháttar vðgerða. Beiðni kom um heimild til að taka flugvélina af flugskrá og taka úr henni öll nýtanleg tæki og búnað. Auk þess var ákveðið að senda wæng og skrokk til US með skipi.

Áhöfnin:

Slapp án meiðsla.

Flugvélin:

PBY-5A Catalina
Consolidated Aircraft
BUNO: 7302 c/n msn 469
Notandi: USN VP84 Patrol Bomber Squadron
USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943.
Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Heimild:
VP84 mishap record
ASN
Vígdrekar og vopnagnýr e. Friðþór Eydal
J. Baugher
contentmap_plugin