Martin Marauder, B-26C, S/N 41-35189Martin Marauder B 26B bomber in flight

Atvikið:

Marauder vélin var í ferjuflugi frá USA til Englands. Í aðflugi að Keflavíkurflugvelli kviknaði í öðrum hreyflinum og vélin brotlenti 1½ mílu vestur af Camp Geck.

Áhöfnin:

Goodell, Ralph M flugmaður lést í slysinu, um afdrif annara um borð er ekki vitað.
Áhöfn á Marauder: tveir flugmenn, sprengjukastari (bombardier), siglingafræðingur/loftskeytamaður og tvær skyttur.

Flugvélin:

Framl.: Glenn L. Martin Company
Teg.: B-26C Marauder
S/N: 41-35189
Notandi: Air Transport Command.

Nánar um flugvélina: Youtube, Wikipedia.

Slystaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 17. júní 2017.

 

Heimild:
J. Baugher.
contentmap_plugin