Hudson “M” s/n FH363 og Hudson “O” s/n FH423Lockheed Hudson RAF in flight

Atvikið:

2 Hudson flugvélar komu ekki til baka úr fylgdarverkefni með skipalest.
Seint í janúar 1943 voru 4 Hudson vélar úr RAF 269 Squadron Kaldaðarnes Iceland fluttar til Narsarsuaq á Gænlandi til að annast fylgd með skipalestum á „Grænland Gap“
Hópurinn fór frá Kaldaðarnesi kl. 10:44 29. janúar í góðu veðri og góðri veðurspá fyrir suðurhluta Grænlands. Eftir 750 mílna flug í áttina að Hvarfi var flogið 80 mílur norður með ströndinni „Eystribyggð“ og 50 mílur inn Eiríksfjörð til Narsarsuaq og lentu á Blue West One flugvelli (BW 1) sem var gerður af Bandaríkjamönnum til að þjóna herflugvélum sem voru ferjaðar frá Goose Bay til Evrópu.

1. mars kom skipun frá Íslandi um að fylgja skipalest nr. ON-168 í vesturátt.
Harry Ramsey á Hudson „M“ og Johnnie Lane á Hudson „O“ hófu flug milli kl. 12:00 og 13:00.
Veðrið fór versnandi, vaxandi éljagangur og minkandi skyggni (undir 500 m.) Kl: 13:45 voru báðar vélarnar kallaðar til baka. Báðar vélarnar staðfestu móttöku á skilaboðunum. Það var það síðasta sem heyrðist til Hudson „O“ .
Kl: 14:05 var báðum vélum skipað að fara til Blue West One eða Marrak Airport.
At 15:30 Ramsey á Hudson „M“ bað um veðurupplýsingar fyrir Marrak.
Kl:16:37 er Ramsey ráðlagt að fara til Blue West Eight, Ramsey staðfestir móttöku upplýsinganna. Það var það síðasta sem heyrðist til Hudson „M“.
Umfangsmikil leit skipa og flugvéla fór fram næstu 20 daga án árangurs.

Áhöfnin:

Harry Ramsey, Johnnie Lane og áhafnir þeirra taldir af.

FH363
F/O Harold Ramsey
W/O Percy Norville Brian Williams
F/sgt. William Edward Boardman
F/sgt. Nathaniel Robert Goudie

FH423
F/O Anthony John Lane
F/O Alfred David Johnson
F/sgt. Robert James Carrodus
F/sgt. William Arnott

Flugvélin:

Lockheed Hudson
s/n: FH363 and s/n: FH423
Notandi: RAF 269 Squadron

Flugsveitin notaði Hudson flugvélar á Íslandi frá 1. mars 1941 til 19. desember 1943.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Heimild: Stryjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmund Kristinsson.