P-40C Curtiss Warhawk, S/N 41-13433P 40 Curtiss Warhawk in flight

Atvikið:

Major Theodore J. Lemke flaug P-40C Warhawk og hrapaði norðan í Vatnsendahæð kl. 11:22. Flugvélin varð stjórnlaus í flötum spuna (flat spin) og hrapaði úr 6000 feta hæð og eyðilagðist. Nákvæm staðsetning á slysstaðnum hefur ekki fundist.

Áhöfnin:

Major Theodore J. Lemke fórst í slysinu. Hann var fædddur 5. Júlí 1915. Lemke gekk í flugher USAAF 1936 og hafði flogið 800 flugtíma þegar hann var sendur til Íslands 22. September 1942.
Stuttu fyrir slysið hafði hann verið hækkaður í tign sem Major. 
Theodor J. Lemke er jarðsettur í Woodham Cemetery Shawano County, Wisconsin USA.

Flugvélin:

Curtiss P40 Warhawk
S/N: 41-13433
Notandi: USAAF 33FS, 342 Composite Group
Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

Heimild:
USAAF loss list.
Shawano Leader 22. júlí 1943
contentmap_plugin