Lockheed Hudson Mk. III, s/n T9427Hudson Hraunlandarif

Atvikið:

Klukkan 14:35 var Hudson B á heimleið eftir að fylgja skipalest vestur af Íslandi. Annar hreyfillinn bilaði og flugmaðurinn nauðlenti í sandfjörunni á Hraunlandarifi. Flugvélin var tekin sundur á rifinu og flutt til Englands. Þann 25. júní 1943 var UA-B dæmd ónýt.

8. júlí 2021 fékk stridsminjar.is bréf frá Alan M. Methven syni Robert D. Methven, sjá ensku útgáfuna af þessari grein.

Áhöfnin:

Áhöfnin 5 menn sluppu óslasaðir.
Flight Sergeant Robert Douglas Methven, 1st Pilot
Flight Sergeant Sammy Myatt, 2nd Pilot

Flugvélin: 

Lockheed Hudson Mk. III
s/n T9427
Code: UA B
RAF 269 Squadron

Flugsveitin starfaði í Kaldaðarnesi og Reykjavík frá maí 1941 fram í janúar 1944.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

„stridsminjar.is“ skoðuðu slysstaðinn 1. júlí 2010, ekkert fannst af hlutum úr vélinni. 13. júlí 2015 skoðuðu „stridsminjar.is“ tvo hjólbarða heima við sveitabæ í nágrenninu. Stærð hjólbarðanna og merkingar pössuðu á Hudson vélar samkvæmt Lockheed þjónustu handbók.

Heimild: 
RAF 269 Squadron History
Styrjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmundur Kristinsson.

contentmap_plugin