Catalina PBY-5A, BUNO 2458
Atvikið:
PBY5A Catalina vélin var að fylgja og vernda UR-29 skipalestina sem var á leið frá Englandi til Íslands.
Fyrir mistök var skotið á flugvélina af skyttum á skipalestinni. Þær töldu flugvélina vera þýska. Flugvélin var illa löskuð og neyddist til að lenda á sjó og sigla upp á Landeyjarsand suður af bænum Arnarhóli.
Áhöfnin:
Lt. William Cole og áhöfn hans 8 menn komust af, þar af 4 alvarlega slasaðir, 1 með minniháttar sár og 3 óslasaðir.
Flugvélin:
Consolidated PBY-5A, Catalina
Build No. 2458
Code: 73-P-8
Notandi: US Navy VP-73 Squadron.
Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 9. ágúst 1941 fram í október 1942
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube