Armstrong Whitworth Whitley Mk VIIArmstrong Whitworth Whitley in flight c1940

Atvikið:

Whitley flugvél fór í flug frá Reykjavík til verndar skipalest suður af Íslandi. Whitley flugvélin fann ekki skipalestina og sneri við til Reykjavíkur. Um kl. 11:00 fór hiti á hægri hreyflinum að hækka og kælivökvi lak úr hreyflinum. Skömmu seinna varð sprenging í hreyflinum og rauk úr honum. Neyðarkall var sent út þegar flugvélin var í ca 5000 ft hæð.
Djúpsprengjunum var sleppt og áhöfnin undirbjó neyðarástand. Hudson flugvél var send frá Kaldaðarnesi til leitar af Whitley vélinni. Þegar Whitley flugvélin var um 10 sjómílur suður af Eyrarbakka bilaði vinstri hreyfillinn og flugvélin nauðlenti á sjónumum 100 metra frá íslenskum togara. Whitley flugvélin sökk á nokkrum mínútum. Togarinn bjargaði 6 manna áhöfn Whitley vélarinnar úr björgunarbát.

Áhöfnin:

Sex manna áhöfn bjargaðist.

Flugvélin:

Armstrong Whitworth A. W.38, Whitley Mk VII
Registration ID:
Serial no:
Operator: 612 (County of Aberdeen) Squadron RAF
Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 15. desember 1941 til 18. ágúst 1942.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Heimild: RAF 612 Squadron history.

contentmap_plugin