De Havilland DH.91 Albatross, id.: AX904DH Franklin

Atvikið:

RAF 271 Flugsveit flaug reglubundið póstflug og byrgða flug milli Englands og Íslands.
DH.91 C/N 6801 sem bar nafnið „Franklin“ var í lendingu í Reykjavík þegar lendingarbúnaður lagðist saman og „Franklin“ var dæmd ónýt.

Áhöfnin:

Slapp ómeidd

Flugvélin:

Manufacturer: De Havilland Canada.
Type: DH, 91 Albatross
Construction No. 6801, Identification No. AX904, Registration: G-AEVW
Operator: 271 RAF Squadron operated the DH Albatross Postal /supply flights in Iceland from September 1940 to April 1942.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

Sources: RAF 271 Squadron history,
The Albatross story,
ASN Data base
contentmap_plugin