P-39D Bell Airacobra, 41-6764
Atvikið:
Þann 6. október 1942 kl. 12.55 lagði Lt. Jay E. Hoffman, flugmaður upp frá Höfn í Hornafirði. Flugvélin hafði verið skilin eftir á Hornafirði vegna vélarbilunar en nú var viðgerð lokið.
Á Síðunni gekk á með slidduéljum þennan dag og bendir allt til þess að flugmaðurinn hafi lent í villum sem lyktaði með slysi.
Þann 2. Júlí 1944 gekk bóndinn í Hörglandskoti fram á flugvélarflakið vestan við Miklafell.
Hernaðaryfirvöldum var tilkynnt um fundinn og skömmu síðar komu 15-20 hermenn á vettvang. Þeir björguðu líkamsleifum flugmannsins og urðuðu flakið.
„Striðsmynjar.is ÓM,ÞM,MJG,ME skoðuðu vettvang í september 2002 og 5. ágúst 2014“
Áhöfnin:
Flugmaðurinn Hoffman, Jay E fórst í slysinu.
Flugvélin:
Bell P39D Airacobra
S/N: 41-6764
USAAF
Flugsveitin: 342nd. Composite Group.
Airacobra flugvélar voru notaðar á Íslandi frá febrúar 1942 fram í mars 1944.
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube