Lockheed Hudson Mk III.Hudson aflugi Island

Atvikið:

10. mars 1942 neyddist flugmaður „The Spirit“  til að lenda á Suðurfjörutanga á Hornafirði vegna vonsku veðurs. Flugvélin varð fyrir skemmdum og var hún tekin í sundur og flutt með skipi til Englands.

Saga flugvélarinnar:

22. desember 1940 er áætlað að 20.000 manna hópur hafi verið saman kominn við Union Air Terminal, Burbank California til að fagna afhendingu starfsmanna Lockheed-Vega verksmiðjunar á Hudson flugvélinni „Spirit of of Lockheed -Vega employees“ sem gjöf til íbúa Stóra Bretlands. Það sem gerði þessa gjöf mögulega voru skjót viðbrögð 18.000 starfsmanna sem gáfu 2 vinnustundir eða meira í sjálfboðavinnu.
3. maí 1941 er flugvélin „The Spirit“  afhent RAF 269. flugsveit í Wick í Skotlandi þaðan var henni flogið til Kaldaðarness á Íslandi.

Í júní 1943 er „The Spirit“ sett í RAF 161. flugsveit. Í flutningaferð fann flugmaðurinn ekki réttan flugvöll. Ákvað hann að fara til Maison Blanch i Alsír. Á meðan beðið var í Maison Blanch ók Bristol Bisley flugvél á Spirit og laskaðist hún það illa að ekki var talið borga sig að gera við hana og var hún tekin af skrá 21. júlí 1943.

Flugvélin:

Framleiðandi: Lockheed-Vega verksmiðjan
Tegund: Hudson Mk III
S/N: T9465
Code: UA N
Notandi: RAF 269 Flugsveit

Nánar um vélina: Wikipedia, Youtube

Á heimasíðu Lockheed-Martin er athyglisverð grein um „The Spirit“

contentmap_plugin