Curtiss-Wright SOC-2 Seagull, Bu1106Curtiss SOC 1

Atvikið.

Flugvélunum var flogið frá þungbúnu herskipi, USS Tuscaloosa (CA-37) sem var staðsett fyrir norðan land. Hlutverk Tuscaloosa var að vernda skipalestir. Flugvélunum var slöngvað í loftið og voru síðan hífðar með krana um borð að loknu flugi.
Seagull flugvélarnar höfðu heppilega flugeiginleika fyrir þessi verkefni. Þær hentuðu í flugtök og lendingar fyrir opnu hafi. Herskipið skapaði hentugan sléttan sjó.
Óhapp varð þegar flugvél (BU1106) var hífð um borð, hún féll í sjóinn og sökk.

Áhöfnin:

Ekki er vitað um afdrif flugmannanna tveggja.

Flugvélin:

Tegund: Curtiss-Wright, SOC-2 Seagull1
No. Bu1106
Stöð: USS Tuscaloosa (CA 37)
Notandi: US Navy VCS-7 Squadron.

1SOC þýðir “Scouting and Observation Curtiss”.

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Heimild:
US Navy Loss List
ASN Aviation Safety Network
contentmap_plugin