Hawker Hurricane Mk II, Z4607hawker hurricane

Atvikið:

Tilkynning barst um þýska sprengjuflugvél sem stefndi á Vestmannaeyjar. Kl.: 09:19 voru tvær Hurricane orrustuvélar Z4617 og Z4607 sendar á loft frá Reykjavík til móts við þýsku vélina. Orrustuvélarnar flugu „Patrol Line Blue“ neðan skýja. Flugmaður Z4607 hækkaði flugið upp í skýin. Kl.: 09:45 heyrðist sprenging frá Esjuhlíðum. Leitarflokkur fann flak vélarinnar innarlega í Þverárdal í Esju. Vélin hafði flogið í fjallið í um 600 til 800 m hæð. Z4617 lenti á Reykjavíkurflugvelli kl.: 10:09.

Áhöfnin:

Sgt. H. A. Verrels fórst í slysinu.

Flugvélin:

Hawker Hurricane Mk II
S/N: Z4607
RAF
Squadron/Unit: RAF 1423 FF

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 23. júní 2011. Í um 400m hæð var að finna litil málmstykki úr vélinni að hluta grafin í malarskriðu.

contentmap_plugin