Armstrong Whitworth Whitely Mk VIIArmstrong Whitworth Whitley in flight c1940

Atvikið:

Þann 3. október 1941 var deild úr flugsveit 612 RAF Costal Command á heimleið eftir dvöl á Íslandi frá 3. september 1941. 4 Whitley vélar tóku á loft frá Reykjavík Z6736 „WL-K“ , T4139 „WI-V“, Z6735„WL-F“, “Z6961 „WL-U“ og 2 frá Kaldaðarnesi T4329 „WL-W“ og Z6480 „WL-E“. Eftir um 50 mínútna flug bilaði annar hreyfill einnar vélarinnar frá Kaldaðarnesi. Flugmaðurinn Capt. Slaten losaði sig við djúpsprengjur og sneri við í Kaldaðarnes. Þegar hann nálgaðist flugvöllinn var vélin að missa hæð, hann drap á hinum hreyflinum og lét vélina svífa að flugbrautinni. Hraðinn var of mikill og meðvindur svo stefndi í að vélin færi út af brautinni og í Ölafusá. Til að forða þessu beygði hann út af brautinni. Vélin skemmdist mikið og var dæmd ónýt.

Áhöfnin:

F/O Slaten og áhöfn hans slapp.

Flugvélin:

Armstrong Whitworth Whitley Mk VII
Registration ID:
Serial no:
RAF Costal Command 612 Squadron
13. september 1941 kom deild frá Wick í Skotlandi úr flugsveit 612 RAF Costal Command til Reykjavíkur. Deildin var með 5 Whitley vélar. Verkefnið var kafbátaleit á Atlantshafi umhveris Ísland. 

Nánar um flugvélina: WikipediaYoutube

contentmap_plugin