Vickers Wellington MK III, s/n T2988.
Atvikið:
Föstudaginn 28. nóvember 1941 fór Wellington DF-H í kafbátaleitarflug á Grænlandssundi. Veður var slæmt suðaustan strekkingur og skýjað. Að leit lokinni var stefnan tekin á Reykjavík. Til eru frásagnir að sjést hafi til vélarinnar frá Stykkishólmi á austurleið í átt að Hvammsfirði. Þar sneri hún við og sást til hennar norður af Stykkishólmi á vesturleið. Símstöðin í Stykkishólmi tilkynnti að vélin hefði skotið hvítu og grænu blysi1. Síðar sást til hennar á suðvesturleið í átt að Hraunsfirði og aftur síðar á suðurleið yfir fjallgarðinn. Vélin flaug í norðvesturhlíð Svartahúnks í um 500 m hæð og sprakk.
Í dagbók flugstjórnarskrifstofunnar segir: „Speak flugstjóri var í eftirlitsflugi um miðnætti og er ókominn tilbaka. Síðasta heyrðist í honum kl. 22:30“.
Leitarflokkur skipaður bændum úr nágrenninu fann flakið 1. desember.2
-----------------
1Flugvélar Breska flughersins RAF notuðu blys (Very lights) til merkja gjafar þegar fjarskipti voru ekki til staðar. Litakerfinu var breytt á hverjum degi til öryggis.
2Nokkuð óvanalegt miðað við aðstæður og fjarskiptabann?
Áhöfnin:
Fórust allir.
John Ewart Speak, Captain. Flying Officer †
James Brian Gower, Pilot Officer, 22 ára †
Donald John McPherson, wireless operator / air gunner, 26 ára †
Kenneth Fredrick Capper, wireless operator / air gunner †
Glyn David Humphreys Griffith, observer †
John Nelson Fergus, wireless operator / air gunner 20 ára †
Flugvélin
Vickers-Armstrongs (Aircraft Ltd.)
Wellington MK III
S/N T2988
Code, DF-H
Operator: RAF 221. Squadron
Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 28. september 1941 til 5. desember 1941.
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube
Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is 11. ágúst 2013.