Lockheed Hudson Mk III, V9416 UA G
Atvikið:
Þegar Japanir gerðu árás á Pearl Harbor var herinn á Íslandi settur í viðbragðsstöðu.
Í mjög slæmu veðri voru átta Hudson vélar frá 269. flugsveit settar í kafbáta eftirlit og leit að týndri flugvél.
Hudson T9416G stjórnað af Nýsjálendingnum Flg. Off. E.R. Stewart reyndi að finna Kaldaðarnesflugvöll. Var lágskýjað og tekið að bregða birtu kl. 16:45 þegar flugvélin flaug í fjalliið ofan við bæinn Hjalla.
Áhöfnin:
Fjögra manna áhöfn vélarinnar fórst.
E.R. Stewart, Flight Officer †
E.E. Budgell, Flight Sergeant †
V.S. Lewis, Sergeant †
W. Dodds Sergeant Wireless †
Áhafnar meðlimir eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði.
Flugvélin:
Framleiðandi: Lockheed Aircraft Corporation
Tegund: Lockheed Hudson Mk. III
Serial No: V9416
Code: UA G
Notandi: RAF No. 269 Squadron
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá apríl 1941 með hléum fram í janúar 1944.
Nánar um flugvélina: Wikipedia, Youtube
Slysstaðurinn var skoðaður af stridsminjar.is þann 18.6.2011 ÓM
Vélarhlutar á staðnum ma. hluti úr hreyfli, pústgrein og lendingarbúnaður.