Lockheed Hudson, V9055.
The Accident:
Flt. Sgt. France-Cohen var að undirbúa flugvélina Hudson V9055 í venjubundið eftirlitsflug með skipalestum. Klukkan 16:00 í flugtaki hljóp rolla yfir flugbrautina í veg fyrir vélina. Flugmaðurinn reyndi að stýra framhjá rollunni en við það brotnaði hjólabúnaður undir vinstri væng og hann rakst í flugbrautina. Við það kviknaði í vélinni og hún var skjótt alelda. Áhöfninn forðaði sér frá borði og komu sér í var rétt áður en djúpsprengjur sem í henni voru sprungu og rifu vélina í tætlur. Áhöfnin slapp að mestu ómeidd, en flugvirki sem stóð álengdar fékk hluta af skrúfublaði í sig og missti vinstri handlegg.
The Crew:
Flt. Sgt. France-Cohen og áhöfn hans slapp að mestu ómeidd.
The Aircraft:
Lockheed Hudson
s/n: V9055
Code: UA O
RAF
Flugsveit: RAF 269
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá 1. mars 1942 til 19. desember 1943.
Details on aircraft: Wikipedia, Youtube