Fairey Battle s/n: P2330 VO-DFB in flight2

Atvikið:

Mánudaginn 26. maí 1941 flaug Wing Commander Arthur K, Round RAF 98 Squadron Fairey Battle VO-D frá Kaldaðarnesi á Melgerðismela. Um hádegi lagði hann af stað til baka í Kaldaðarnes með loftskeytamanni sínum og tveimur farþegum. Þegar hann kom ekki í Kaldaðarnes á tilsettum tíma var hafin víðtæk leit. Í leitinni daginn eftir tóku 5 Fairey Battle vélar frá RAF 98. flugsveit, 2 Hudson vélar úr RAF 269. flugsveit og ein Beaufort frá RAF 22. flugsveit.
Fairey Battle VO-D fannst á Vaskárdalsjökli (65°26N 18°34W) á Tröllaskaga. Svo virtist sem VO-D hafi flogið í fjallið og splundrast. Allir um borð létust.

Á slysstaðnum fannst bréf frá Sgt. Talbot, óklárað. Engin spor í snjónum umhverfis vélina fundust. Þessi atburður komst aftur í fréttir 1999 þegar leiðangur frá Akureyri sótti líkamleyfar mannanna og rannsakaði slystaðinn. 5. maí 2014 fór stór leiðangur frá Akureyri til að sækja hluti úr vélinni. Sérstakur bás á Flugsafni Íslands á Akureyarflugvelli er helgaður þessum atburði.

Áhöfnin:Fjorir saman

Arthur K. Round, flugmaður
R.A. Hopkins, loftskeytamaður
Sgt. Henry J. Talbot, farþegi
Sgt. Keith Garret, farþegi

Flugvélin:

Fairey Aviation Company, Fairey Battle Mk I
S/N: P2330
Notandi: RAF 98 Squadron.
Flugsveitin starfrækti Fairey Battle vélar á Íslandi frá 27. ágúst 1940 til 15. júlí 1941.

Nánar um vélina: Wikipedia, Youtube

contentmap_plugin