Catalina Mk I, Ah565 / WQ-H.Catalina PBY landing on water

Atvikið

Catalina flugbáturinn AH565 var á heimleið úr eftirlitsflugi með skiptalest norðan við Ísland. Reykjavíkurflugvöllur var lokaður vegna veðurs. Vélinni var lent utan við Akranes um kl. 20:00 og lagt við festar fyrir smábáta. Um nóttina slitnuðu festar en áhöfnin sem var um borð stýrði upp í vindinn með hreyfla í gangi. Nærstaddur fiskibátur reyndi að aðstoða með því að senda léttabát með taug yfir í vélina. Svo hægt væri að binda taugina varð flugmaðurinn að drepa á hreyflum vélarinnar en við það misti hann stjórn á vélinni og hana rak upp í fjöru í Teigavör. Kjölur vélarinnar skemmdist mikið og vélin var tekin í sundur á staðnum og dæmd ónýt.

Áhönin

Slapp ómeidd (Áhöfn á RAF Catalina Mk. I flugbát var oftast 10 menn)

Flugvélin

Consolidated Mk I. Catalina.
Buno: AH565
Auðkenni: WQ-H
Notandi: No. 209 (City of Hong Kong) Squadron RAF.

Flugsveitin gerði út Catalina flugbáta frá Reykjavík frá 26. júlí til 10. október 1941

Nánar um flugvélina: Wikipedia,  Youtube