De Havilland DH.91 Albatross, s/n: AX903DE HAVILLAND DH91 ALBATROSS

Atvikið

Flugvélin AX903 (kölluð Faraday) var í vörufluttningum milli Ayr í Skotlandi og Reykjavíkur. 200 mílur suður-austur af Kaldaðarnesflugvelli kom áhöfnin auga á þýskan kafbát. Staðsetning kafbátsins var send til Reykjavíkur.
Flugvélin lenti í Reykjavík kl. 20:17. Þegar verið var að færa vélina á flughlað brotnar hægri hjólabúnaður og vélin rekst á Fairy Battle L5547 sem stóð við flugbrautina. AX903 skemmdist mjög mikið og var dæmd ónýt. Fairy Battle L5547 skemmdist lítið og var gert við hana í Reykjavík.

Áhöfnin

Áhöfnin slapp ómeidd

Flugvélin

Framleiðandi: De Haviland Canada
Tegund: DH.91 Albatross
Auðkenni:  AX903
Operator: 271 RAF Squadron. Í notkun á Íslandi við póst og vörufluttninga frá september 1940 til  april 1942.

Nánar um flugvélina Wikipedia, Youtube

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

Heimild: FSI EN bls.  201
RAF 271 Squadron History
The Albatross story
ASN Data base

 

contentmap_plugin